7.11.2008 | 18:02
Sjálfsvinnan
Einstök hefur stundað sjálfsvinnuna af miklu kappi undanfarið.
1) Ég skrifa daglega í bókina mína og er alltaf að sjá betur og betur hvað það er stórsniðug hugmynd. Með því að skrifa daglega niður jákvæða punkta og hvað ég er þakklát fyrir í lífinu, þá fókusa ég meira á þessa jákvæðu þætti.
2) Ég er núna búin að hitta hr Sála 3x og það er bara frábært. Gerir mér reglulega gott að öllu leiti.
3) Ég fer vikulega í nudd sem gerir heilmikið fyrir bæði líkama og sál
4) Ég gríp öll tækifæri sem gefast á góðum og uppbyggjandi félagsskap. Fór t.d. einu sinni í vikunni á heimakynningu með skemmtilegum hóp og það var bæði skemmtileg og nærandi kvöldstund.
5) Í þessari viku fékk ég mér nýtt hárlúkk sem sló í gegn
6) Ég heimsótti miðil í vikunni (var eiginlega skikkuð til að fara.. of löng saga hér) og þar komu punktar sem nýttust mér vel til sjálfsskoðunar. Ég er ekki búin að klára þann pakka því í kvöld ætla ég að setjast niður með Eldri systur og hlusta á upptöku af þeim fundi. Ég hugsa að það gæti opnað á umræðu okkar á milli sem ég hef svolítið verið að skjóta á frest.
Svo er framundan vinnuhelgi án barna og ég ætla að njóta þess að fókusa á mig og mína vinnu án þess að þurfa að deila kröftunum í allar áttir. Held líka að ég fari að drífa í þessu með kortið í ræktina. Cross-trainerinn minn heima er ekki að gera nóg fyrir mig. Langar líka óskaplega mikið til að nýta "frelsið" (lesist: barnleysið) til að droppa inn á góðar vinkonur í kaffibollaspjall. Allt þáttur í sjálfsvinnunni því hvað er betra en samverustundir með góðum vinum?
Ég vona að þið eigið ljúfa og endurnærandi helgi elskurnar mínar
Athugasemdir
Rosalega ertu dugleg
Það er samt hálf asnalegt að manni finnist einhver/maður sjálfur vera duglegur ef að maður gerir eitthvað fyrir sjálfan sig. Hvað segir það okkur um okkur? Jú við erum venjulega ekki nægilega dugleg að hugsa um sjálfið.
En hvað sem þessum pælingum líður þá finnst mér þú vera að standa þig ógeðslega vel. Þú ert að taka allan pakkann til að næra og heila sjálfið.
Góða helgi!
Sporðdrekinn, 7.11.2008 kl. 21:32
Úps.. Það vantaði alveg eitt stk svona
Sporðdrekinn, 7.11.2008 kl. 21:33
Alveg naudsynlegt ad líta innávid og laga til hjá sjálfum sér. Baeta syn og finna rithman sem slaer í takt hjartans.
Gangi zér vel einstök í zinni vinnu.
www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 22:57
Góða helgi
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.