30.10.2008 | 22:58
Á uppleið
Held að það sé hægt að segja að ég sé á hægri uppleið. Róleg uppleið semsagt. En á uppleið, það er á hreinu. Átti erfitt með að vakna í morgun en byrjaði samt daginn frekar snemma (ekki eins snemma og ég ætlaði en samt..). Síðan fór dagurinn eiginlega bara hægt og rólega batnandi. Ég hélt á tímabili að allt væri að snúast til verri vegar þegar ég var boðuð á óvæntan fund sem ég var engan vegin til í að takast á við. En viti menn.. m.a.s. hann varð mér til gæfu Ég hef samt alveg þurft að berjast til að halda í jákvæðnina og trúna á að allt verði gott aftur. Ég er ennþá dálítið meyr en samt langt í frá jafn viðkvæm og ég var um daginn.
Ég tók mig til og byrjaði að skrifa í bókina góðu í gærkvöldi. Setti þar inn nokkur góð spakmæli og góð orð sem ég hef fengið send undanfarið. Síðan skrifaði ég fyrir hvað ég væri þakklát þann daginn og nokkra punkta um daginn í dag. Þegar ég vaknaði í morgun var það mitt fyrsta verk að teygja mig í bókina og lesa þetta aftur yfir. Núna ætla ég aftur í rúmið til að skrifa í bókina og stefni að ennþá betri morgundegi
Athugasemdir
Sporðdrekinn, 31.10.2008 kl. 02:48
Knús í bæ.
JEG, 31.10.2008 kl. 10:40
Góða helgi.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:51
knús mín kæra,farðu vel með þig og vonandi áttu góða helgi framundan
Líney, 31.10.2008 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.