ein

"Skemmtanalífið"

 

 

Fór út á lífið í gær. Rosalega gaman og ég hitti fullt af skemmtilegu fólki. Ég á samt í dálítilli krísu með þetta svokallaða skemmtanalíf. Þegar fólk fær sér í glas losnar um ýmislegt og fólk fer að opna sig um alla mögulega og ómögulega hluti. Ég bý í það litlu samfélagi að flestum er kunnugt að ég er núna "á markaðnum" og það hefur sín áhrif. Einhverjir hafa verið að sýna áhuga og svo virðast ansi margir finna ástæðu til að tjá sig þegar þeir eru í glasi um kosti eða galla ýmissa vonbiðla.

Það stuðaði mig í nótt hversu margir giftir fóru að gera hosur sínar grænar fyrir mér Pinch. Bæði konur og karlar. Ég bara fíla ekki svoleiðis. Sumir voru ekki einu sinni að leyna því að þeir væru að sækjast eftir einhverju hjá mér og urðu sér hreinlega til skammar. Mér finnst það ömurlegt fyrir maka viðkomandi og vona að bærinn fari ekki að líta á mig sem hugsanlegan hjónabandsdjöful Errm 

Svo er ný persóna komin til sögunnar í sápuóperu Ein-stakrar. Ég kalla hann Riddarann. Hann hefur sýnt mér áhuga en á mjög kurteisan og hógværan hátt. Er opinskár um að hann hafi áhuga en er ekkert að bögga mig neitt. Ég er búin að komast að því að hann á eitt og annað sameiginlegt með Manninum sem bæði heillar mig og hræðir. Núna í morgun varð ég að horfast í augu við það að ég væri að verða háð þessum áhuga hans. Það er notalegt að finna að einhver hafi einlægan áhuga á manni og sýni manni umhyggju á þann hátt sem hann gerir, án þess að vera kæfandi. En ég held að kannski sé ég að verða hrifin af hrifningu hans! Meikar það sens? Ég meina.. hann er ljúfur og notalegur og góður maður í alla staði. En ég er orðin dauðhrædd um að særa hann ef ég hafna honum ekki strax. Ég er ekkert að gefa honum undir fótinn en ýti honum heldur ekki frá mér. Hann hefur sjálfur gengið í gegnum skilnað og við ræddum það lítillega í nótt að það tæki sinn tíma að klára slíkt ferli. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég verði að vera hörð og útskýra fyrir honum að áhugi sé ekki fyrir hendi, svo hann sé ekki að eyða tíma sínum í að bíða eftir að ég verði tilbúin fyrir annað samband. Undecided

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Hreinskilni er það besta.  *hóst* ég ætlaði aldrei á sínum tíma strax í samband aftur eftir lætin sem áttu sér stað .......en maður á aldrei að segja aldrei það er ég sko búin að læra.  Svo ég segji bara vertu hreinskilinn ekki síst við sjálfa þig og þá blessast þetta.

Með það að verða háð athyglinni og umhyggjunni þá er svarið já það meikar sens.  Því söknuðurinn er til staðar og þörfin fyrir því að vera elskaður. 

Knús mín kæra og heljarinnar klemm.

JEG, 21.9.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Veistu það ég er svo með þér þarna,´mér finnst fátt ógeðslegra en þegar að menn í samböndum, giftir eða ekki, eru að reyna við mig eða sýna mér of mikinn áhuga. Ég skil stundum bara ekkert í því af hverju það kemur ekki gubb út úr augunum á mér þegar að ég horfi á þá.

Ég er alveg sammála henni JEG, hreinskilni skal það vera heillin. Ég tel að lífið sé svo miklu auðveldara ef að maður er hreinskilinn og talar alltaf sannleikann. Þá er ekkert að fela og engar lygar til að muna.

Já, þú getur orðið háð athyglinni, þetta er góð ath sem að lætur þér líða vel. Hver vill ekki smá af svoleiðis? Allavega enginn sem að ég þekki.

Sporðdrekinn, 22.9.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband