19.8.2008 | 00:18
Hvernig á að borða heilan fíl?
Svar: Skera hann niður og borða hann bita fyrir bita.
Þetta er speki sem ég þarf að læra að tileinka mér. Það þýðir ekkert að fríka út yfir öllu sem "þarf" að gera. Eina leiðin er að taka þetta skref fyrir skref, eitt verkefni í einu og þannig hefst þetta allt saman. Eftir að hafa farið í heitt bað sit ég núna í náttfötunum uppi í sófa með kertaljós á víð og dreif um hálfkláraða stofuna mína og bjór í hönd. La dolce vita
Á morgun fer ég í dekur eftir vinnu og hlakka óstjórnlega mikið til. Fæ eitthvert rosalegt dekur-djúp-eitthvað-nudd.. Man ekki nákvæmlega hvað þetta kallast en það hljómaði óstjórnlega vel og ég ætla að njóta þess í tætlur.
Eigið góðar stundir, elskurnar mínar
Athugasemdir
Það er ljúft í þér hljóðið Njóttu dekursins!
Sporðdrekinn, 19.8.2008 kl. 01:10
Já nú líst mér á kelluna sko. Svona á að hafa þetta sko.
Er ekki alltaf sagt að góðir hlutir gerist hægt ? Og fíllinn er stór og dugar í marga mata.
Knús í klessu mín kæra og njóttu dekursins.
JEG, 19.8.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.