15.8.2008 | 22:53
udmatted
Síðustu dagar hafa tekið verulega á. Álag á flestum vígstöðum. Ég hef enga orku akkúrat núna. Það góða er þó að núna er ég samt laus við mesta álagið (vonandi).. þó það hafi skilið mig eftir orkulausa í augnablikinu. Það varð mikið spennufall hjá mér í dag en ég missti líka stjórn á skapi mínu og gaus með látum Get ekki sagt að ég sé stolt af því. Er samt búin að fyrirgefa sjálfri mér það. Mottó kvöldsins er afslöppun, afslöppun og afslöppun. Svo ætla ég að sofa... þangað til ég vakna... ný manneskja og tekst þá á við öll verkefnin sem bíða.. get ekki beðið.
Búið..
Athugasemdir
Frábær mynd. Stattu með þer kona
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:31
Það er nauðsyn að fá smá útrás, skil þig samt með að þú sjáir eftir því en kommon ... Ces´t la vie!
Á morgun kemur nýr dagur gulli betri.
www.zordis.com, 16.8.2008 kl. 00:49
Knús og klemm úr sveitinni mín kæra. Það er nú bara þannig að það er takmarkað hvað ein manneskja getur. Svo Hvíldu þig vel mín kæra og komdu sterki inn með nýjum degi.
Já það er ekki gott þegar maður springur en þú ert ekki sú eina sem hefur sprungið.
Er með þér í huganum.
JEG, 16.8.2008 kl. 09:56
Knus
Sporðdrekinn, 16.8.2008 kl. 14:19
Frábær mynd
Slakaðu á í kvöld og á morgun verður frábær dagur,,vittu til
Ásgerður , 16.8.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.