ein

Living in a box

Mér er farið að líða eins og ég búi bara í kössum. Það nálgast það a.m.k. Ótrúlegt samt hvað maður á alltaf mikið af dóti þegar kemur að flutningum Woundering Ég er sko alls ekki búin að pakka þó hér séu komnar myndarlegar stæður af kössum. Hér er ég því inni í kassasúpunni minni í góða veðrinu og hamast við að pakka og pakka. Sonurinn er hjá pabba sínum og Dóttirin í sundi með vinkonu. Við erum að fá góða vinkonu í heimsókn og ég er að vonast til að við getum lagt aðeins land undir fót í sameiningu, hún, ég og börnin mín Smile En til þess að það gangi upp... er ég farin aftur að pakka. Njótið góða veðursins.. ég geri það síðar Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Segðu! Hvaðan kemur allt þetta dót?

Gangi þér vel snúlla

Sporðdrekinn, 19.7.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: JEG

Úff gangi þér vel að pakka. Ég þakka sko fyrir að þurfa ekki að standa í slíku. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á þegar þarf að flytja. Man þegar ég lutti í sveitina og OMG hvað það var mikið dót og drasl sem safnast hafði.

Synd að þú getir ekki notið veðursins en það er klikkað gott núna.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 19.7.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Rebbý

gangi þér vel að pakka, ég er búin að ná að njóta hluta dagsins í góða veðrinu svo ég er betur sett en þú .....
vona að þið getið gert eitthvað skemmtielgt líka með góðu vinkonunni

Rebbý, 19.7.2008 kl. 17:42

4 identicon

já minnstu ekki á það . Hvaðan kemur allt þetta dót????  Er sjá búin að vera að pakka og það var næstum endalaust dót. ufffff  En nú er eg flutt..

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband