10.7.2008 | 18:40
Stelpufrí
Ég ætla að verja komandi helgi í höfuðstað landsins með góðum vinkonum.. ein og barnlaus Á dagskránni er kvöldverður og bíóferð (Mama mia) með Sálufélaganum, grillkvöldverður og rauðvín með Perlunni og verslunarferðir með Litlu systur. Vá hvað ég hlakka til. Ég ætla að kíkja í Ikea og fleiri búðir til að skoða ljós, gardínur og skemmtilega smáhluti til að krydda upp á tilveruna í nýju híbýlunum. Svo á að manna sig upp í að fara í buxnaleit. Leiðist alveg óskaplega að kaupa mér buxur og þarf oft á áfallahjálp að halda eftir slíka ferð. Eins gott að ég verð umkringd góðum sálum með hjartað á réttum stað og styrka öxl til að halla sér að.
Í framhaldinu tekur svo við pökkun og frágangur en ég er líka með í bígerð nokkrar skemmtilegar uppákomur fyrir börnin til að krydda tilveruna. Heimsóknir til góðra vina í sveitina, dýragarðskíkk og fleira. Við förum líka í bústað áður en við fáum nýja húsið afhent og það verður yndislegt að slaka á í heita pottinum og njóta lífsins áður en hasarinn skellur á.
Mikið ofboðslega er lífið yndislegt og spennandi
Eigið góða helgi elskurnar og njótið þess að vera til
Athugasemdir
Frábært að heyra þetta. Enda er þetta alveg toppur að fara einn og barnlaus í Krimmaborg. Já buxnakaup úfff það er ekki gaman þegar maður þarf eitthvað spes.
Flott að þú ert búin að ákveða smá húllum hæ fyrir þig og börnin enda verður að leyfa sér að gera eitthvað smá. Alveg must þó að hart sé í ári. Það þarf ekki að kosta svo mikið..
Knús og klemm og njóttu lífsins mín kæra.
JEG, 10.7.2008 kl. 21:41
Vona að höfuðborgin taki vel á móti þér, ég mun vinka út í umferðina og sjá hvort það nái til þín
Hlakka til að heyra hvernig helgin tekst til og njóttu svo sumarbústaðarins ...
Rebbý, 10.7.2008 kl. 21:52
Hæ, Skutla!
Til hamingju með húskaupinn!
Eigðu yndislega helgi
Sporðdrekinn, 11.7.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.