ein

Út á lífið?

Efast um að ég fái mörg svör hér en ég varð að láta þetta flakka.

Þessa stundina er ég stödd hjá Krabbanum sem vinnur ötullega í því að sannfæra mig um að ég sé gella og hafi fullt erindi út á lífið. Einstakri líður aftur á móti eins og stóra fílnum sem hefur farið í megrun.. lafandi og dillandi eitthvað og eitthvað hingað og þangað. Egóið í mínus og skemmtanafíknin algjörlega í núlli. Löngunin til að vera jákvæð og hress er til staðar en það er eins og lítill púki innra með mér togi í og neiti öllu samstarfi við upprifinn Krabbann sem telur að ég fái einhver mögnuð viðbrögð ef ég bara sýni mig meðal lifenda (eða "dauðra"!?).

Hvað skal gera? Setja upp sparibrosið og vona að enginn sjái að glóðin er dauð hið innra (og vona að enginn verði fyrir hristandi keppunum í dansfílingnum) eða halda sig stíft við að vera félagsskítur og hanga innandyra við rauðvínssötur og fara snemma í rúmið?

(Svei mér þá... Krabbinn er farinn að rífa fram eigin fataskáp til að reyna að ná mér út úr "skápnum")


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl !

Blessuð góða vertu ekki að hugsa svona. Þetta kallast að mála með svörtu  mállingunni á mínum bæ.  Mín skoðun er sú að þú hefðir gott af því að fara út og skralla á þínum forsendum. Aðeins að breita til og gera eitthvað annað en að vera heima (fyrst að tækifæri er til)  Hver veit nema að þú hittir einmitt einhvern eða einhverja sem þú hefur ekki hitt lengi og kemur sekmmtilega á óvart að hitta og spjalla þó ekki sé meira.

Þetta með að finnast maður vera óaðlaðandi og ósexý og allur sá pakki skil ég þig vel. En það er einmitt þá sem að maður þarf að fara út ekki fyrir aðra heldur sálartetrið sitt. Og um að gera að fá lánað eitthvað sem þú fýlar því að ekki er maður að tíma að versla eitthvað djammdress fyrir eitt kvöld kannski. 

Farðu út og hugsaðu sem svo að þetta er tilvalið skref að stíga svona fyrst að þú ert EINSTÖK  og þess vegna á þér að líða þannig.  Njóta þess að kíja út á fögrum sumarkvöldum er tilvalið.  Matarboð - partý - pöbbarölt - Bíó þó ekki sé annað. Kaffihúsaráp er líka góð hugmynd. En þar sem ég veit ekki hvar þú ert þá er lítið annað sem ég get stungið uppá. En um að gera að kíkja út það hressir mann (sálina) að losa aðeins um streituna og drungann sem svona fylgir. 

En farðu bara af því að þig langar að vera þú sjálf í friði fyrir annara áliti. Það gerði ég eftir minn erfiða skilnað og vá hvað það var gott á eftir að rasa út.

Knús og trilljón kvatningar (því að maður má ekki vanrækja gleðina og frelsið í hjartanu)

Ókunnuga konan (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Rebbý

Ef þig langar að fara og dansa (eða spjalla í hávaðanum) .... þá ferð þú út að dansa !!
Ef þig hinsvegar langar ekkert út að dansa (eða spjalla í hávaðanum) þá verður þú bara heima að sötra rauðvínið þitt.
Það kemur að því að þig langi til að sýna þig og sjá aðra og þá er rétti tíminn til að fara á skemmtistaði, en ég segi eftir minni reynslu að ef mann langar ekkert út á lífið þá hefur maður ekkert þangað að gera og það hvetur mann ekki að drífa sig á ný ef manni hefur ekki þótt gaman síðast þegar farið var.

Ég er búin með kvóta ársins held ég bara en er búin að fara vegna "skyldunnar" síðustu 2 skiptin og var svo hamingjusöm að komast heim þegar elskurnar mínar voru tilbúnar til þess.

Rebbý, 6.7.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband